Félag læknanema (FL) var stofnað þann 6. mars 1933. Félagið hefur alla tíð síðan unnið ötult starf í hagsmuna- og fræðslumálum læknanema að ógleymdu því mikilvæga hlutverki að skemmta læknanemanum milli þess sem hann liggur yfir bókum.

Starf félagsins er skipulagt af stjórn FL og sjö nefndum og samstarfsfélögum þess: Alþjóðanefnd, Ástráði, Bjargráði, Fulltrúaráði, Hugrúnu, Lýðheilsufélagi læknanema og Kennslu- og fræðslumálanefnd. Nánar má lesa um hlutverk stjórnar, nefnda og samstarfsfélaga í lögum Félags læknanema.

Félag læknanema hefur frá árinu 1940 gefið út tímaritið Læknaneminn. Tímaritið inniheldur fræðigreinar og skemmtiefni og er dreift til allra læknanema og starfandi lækna á Íslandi. Nýlegir árgangar blaðsins eru til í netútgáfu og eru aðgengilegir hér, en vonir standa til að hægt verið að koma öllum árgöngum blaðsins á tölvutækt form innan tíðar.

Meðlimi samstarfsfélaga og embætti innan Félags læknanema má sjá hér

Skipurit Félags læknanema: