Samstarfsfélög og nefndir

Læknanemar taka þátt í starfsemi margra félaga sem sinna forvarnarverkefnum, kennslumálum, skiptinámi og félagsstörfum

Stjórn FL

Stjórn Félags læknanema er skipuð einum fulltrúa hvers námsárs auk alþjóðafulltrúa. Hlutverk stjórnar er að móta stefnu félagsins og aðstoða nefndir og samstarfsfélög. Alþjóðafulltrúi heldur utan um samskipti við IFMSA (alþjóðasamtök læknanema).

KF

Kennslu- og fræðslumálanefnd (KF) er tengiliður milli kennara og læknanema. KF sendir fulltrúa á kennsluráðs-, deildarráðs- og deildarfundi. KF skipuleggur einnig viðburði ss. fræðslufundi og stórslysaæfingu.

Fulltrúaráð

Fulltrúaráð skipuleggur viðburði fyrir læknanema á öllum árum og gera þar með frábæran vettvang til að kynnast tilvonandi kollegum. Þar má nefna árshátíð, skíðaferð og vísindaferðir á skemmtilega og fróðlega staði á víð og dreif um landið.

Alþjóðanefnd

Alþjóðanefnd læknanema tekur á móti erlendum skiptinemum á Landspítala og skipuleggur skipti íslenskra nema víða um heim.

Ástráður

Ástráður sinnir kynfræðslu í öllum framhaldsskólum landsins, grunnskólum og víðar með það að marki að auka kynheilbriðgi, fækka kynsjúkdómum og ótímabærum þungunum.

Bjargráður

Bjargráður er félag læknanema um skyndihjálp, megin áhersla félagsins er endurlífgun. Markmið félagsins er að heimsækja framhaldsskólanema og kenna þeim grunnatriðin í endurlífgun.

Hugrún

Hugrún er þverfaglegt samstarfsverkefni sem fræðir ungt fólk um geðheilbrigði. Félagið heldur fyrirlestra í framhaldsskólum og stendur fyrir ýmsum viðburðum innan háskólans sem tengjast geðfræðslu.

Lýðheilsufélagið

Lýðheilsufélag læknanema sér um skipulagningu Bangsaspítalans, Blóðgjafamánuð Háskóla Íslands, blóðtökuseminar fyrir læknanema auk málþinga og ýmissa annarra viðburða sem tengjast lýðheilsu.

Stjórn Félags læknanema

Stjórn Félags læknanema er skipuð einum fulltrúa af hverju námsári í læknisfræði
Sólveig Bjarnadóttir

Sólveig Bjarnadóttir

Formaður

Formaður FL kemur af 5. ári og stýrir störfum stjórnar. Erindi til stjórnar sendist á [email protected]

Teitur Ari Theodórsson

Teitur Ari Theodórsson

Varaformaður og LÍN-fulltrúi

Varaformaður FL kemur af 4. ári og sinnir hagsmunagæslu læknanema með tilliti til Lánasjóðs Íslenskra Námsmanna.

Kristín Haraldsdóttir

Kristín Haraldsdóttir

Fulltrúi alþjóðamála

Fulltrúi og tengiliður FL við ytri félög, þ.á.m. IFMSA. Hefur yfirsýn yfir stefnu og yfirlýsingar sem FL í heild stendur fyrir eða sendir frá sér.

Hjördís Ásta Guðmundsdóttir

Hjördís Ásta Guðmundsdóttir

Gjaldkeri

Gjaldkeri FL kemur af 3. ári og sér um reikningshald félagsins.

Daníel Pálsson

Daníel Pálsson

Heiló-fulltrúi

Fulltrúi 2. árs nema í stjórn FL á sæti í Fulltrúaráði Heilbrigðisvísindasviðs (HEILÓ).

Ingi Pétursson

Ingi Pétursson

Ritari og heimasíðustjóri

Ritari FL kemur af 1. ári, heldur utan um skjöl félagsins, ritar fundargerðir og sinnir hlutverki heimasíðustjóra.

Þórdís Þorkelsdóttir

Þórdís Þorkelsdóttir

6. árs fulltrúi

Fulltrúi 6. árs nema í stjórn FL er hokinn af reynslu og er öðrum meðlimum stjórnar innan handar við ýmis verkefni.